Í gær hófst RISA útsala í einni uppáhalds útivistarvöruversluninni minni. Ég veit fátt skemmtilegara en að gera góð kaup, á gæðavörum og fá þar að auki geggjaða þjónustu – eitthvað sem er alltaf hægt að ganga að hjá þeim í GG Sport. Með manninn minn í eftirdragi, skellti ég mér því í smá skoðunarleiðangur niður á Smiðjuveg 8. Þegar við mættum á svæðið var búðin smekkfull af flottum útsöluvörum og fólki sem ætlaði svo sannarlega ekki að láta tækifærið framhjá sér fara. Sagt er að hamingjan fáist ekki keypt fyrir peninga en það er hægt að komast ansi nálægt því með því að leyfa sér nýjar græjur í útivistina.
Buxur, PrimaLoft úlpa og skel frá Patagonia og bakpoki frá Osprey
Dúnúlpa frá Patagonia
Buxur og taska frá Patagonia og ullarbolur frá Icebreaker
Dúnúlpa frá Patagonia
Buxur, peysa og taska frá Patagonia
Ullarfatnaður fyrir börn frá Icebreaker
PrimaLoft úlpa frá Patagonia
Buxur, jakki og derhúfa frá Patagonia og bakpoki frá Osprey
Eins og sést á myndunum hér fyrir ofan er margt í boði og ekkert verið að spara afsláttinn heldur. Ég hvet alla þá sem ætla sér að kíkja á útsöluna að hafa hraðar hendur því vörurnar fljúga svoleiðis út!
Fyrir nánari upplýsingar um einstaka vörur og verð er hægt að hafa samband við GG Sport á Facebook eða í síma 571-1020.
Þetta er ekki kostuð auglýsing.