Íslendingar náðu frábærum árangri í ultra-hlaupinu í Hong Kong um helgina. Um er að ræða 103 km fjallahlaup með um 5.400 km hækkun. Alls voru átta Íslendingar skráðir í keppnina sem hófst aðfaranótt laugardags og tókst fimm þeirra að klára hlaupið. Íslensku konurnar stóðu sig með sérstakri prýði en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum tókst að klára. Fyrst íslenskra keppenda til að koma í mark var Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem hafnaði í 53. sæti af öllum konunum í keppninni. Hún hljóp á tímanum 18:43:56. Næst Íslendinganna í mark var Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir á tímanum 19:18:01 en hún hafnaði í 60. sæti. Sigurður Hrafn Kiernan kom svo þriðjur Íslendinga í mark á tímanum 19:25:24, Rúna Rut Ragnarsdóttir sú fjórða á tímanum 22:23:26 og Þorsteinn Tryggvi Másson sá fimmti á tímanum á 23:42:37.