Íslendingar náðu frábærum árangri í ultra-hlaupinu í Hong Kong um helgina. Um er að ræða 103 km fjallahlaup með um 5.400 km hækkun. Alls voru átta Íslendingar skráðir í keppnina sem hófst aðfaranótt laugardags og tókst fimm þeirra að klára hlaupið. Íslensku konurnar stóðu sig með sérstakri prýði en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körl­um tókst að klára. Fyrst íslenskra keppenda til að koma í mark var Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem hafnaði í 53. sæti af öllum konunum í keppninni. Hún hljóp á tímanum 18:43:56. Næst Íslendinganna í mark var Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir á tímanum 19:18:01 en hún hafnaði í 60. sæti. Sigurður Hrafn Kiernan kom svo þriðjur Íslend­ing­a í mark á tímanum 19:25:24, Rúna Rut Ragn­ars­dótt­ir sú fjórða á tímanum 22:23:26 og Þor­steinn Tryggvi Más­son sá fimmti á tímanum á 23:42:37.