Ert þú komin/n með upp í kok af öllu kjötátinu yfir hátíðirnar? Velgir þig við tilhugsununa um enn eitt jólahlaðborðið? Lestu þá áfram…

Þeir sem kjósa að sniðganga kjöt og gerast grænmetisætur eru sífellt að verða fleirri. Svo eru aðrir sem taka það skrefinu lengra og gerast vegan. Í því felst að borða engar dýraafurðir. Þeir sem aðhyllast vegan-lífsstíl neyta því ekki eggja, gelatíns, mjólkurvara eða hunangs. Fjölbreyttar ástæður geta legið að baki því að einhver gerist vegan en þær ástæður geta verið siðferðislegar, mannúðlegar, heilsufarslegar, félagslegar, trúarlega, menningarlegar eða vegna umhverfisverndar.

Image result for veganúar

Mynd: veganuar.is

Samtök grænkera á Íslandi kom á fót hreyfingunni veganúar eða vegan-janúar sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2013. Samkvæmt samtökunum er markmið veganúar að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Færst hefur í aukana að fólk strengi þess heit á áramótum að vera vegan í mánuð og líti á veganúar sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Rannsóknir hafa sýnt að mataræði sem er að mestu byggt á plöntuafurðum getur dregið úr líkum á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Grænkerar hafa þar að auki almennt mun minna kólestról í blóðinu og lægri blóðþrýsting en aðrir. Þeir eru almennt grennri en aðrir, þjást síður af ofnæmi eða óþoli, halda liðleika lengur út ævina og fá síður sykursýki II. Það er því alger misskilningur að grænmetisætur séu veikburða. Því til sönnunar viljum við nefna nokkra vegan afreksíþróttamenn.

This slideshow requires JavaScript.

Ef þú átt eftir að ákveða áramótaheit, hvers vegna ekki að strengja þess heit að vera vegan í janúar? Fyrir heilsuna þína, dýrin og umhverfið. Hver veit nema þér líki kjötlausa lífið svo vel að þú snýrð aldrei aftur til baka?