Kvikmyndin ALL IN, frá framleiðslufyrirtækinu Matchistick, verður sýnd í Bíó Paradís þann 21. nóvember næstkomandi og hefst hún klukkan 19:00. Holmlands og Fjallakofinn standa að sýningunni.
Hér á ferðinni er skíðamynd, með hóp ævintýrakvenna í fararbroddi sem vilja brjóta upp staðlaða ímynd skíðamannsins. Með þessari mynd vilja þær sýna að skíðaiðkun sé ekki tengd afmörkuðum hópi heldur sé hún fyrir alla – konur og kalla! Þetta er samt ekki hin týpíska „konur geta líka skíðað“ mynd, heldur epísk skíðamynd þar sem menn jafnt sem konur sýna snilli sína á fjöllum.
ALL IN er pökkuð af hraðri atburðarrás og heillandi persónuleika – kvikmynd sem á eftir að gleðja skíðafólk út um allan heim!
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.