Þann 3. nóvember næstkomandi efnir Brettafélag Hafnafjarðar til svokallaðrar „Rail Jam“ snjóbrettakeppni. Keppnin verður haldin í brekkunni fyrir aftan Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og er öllum frjálst að taka þátt. Klukkan 14:00 er upphitun en keppnin hefst klukkan 14:30. Keppendum verður skipt í þrjá aldursflokka hjá bæði stelpum og strákum. Það er hjálmaskylda fyrir alla keppendur.

Flottir vinningar í boði fyrir alla aldursflokka. Einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta stílinn og besta trikkið.

Pullur og gos handa öllum!

Ath. að dagsetning gæti breyst vegna veðurs.