Úti 9. tbl. Rafræn útgáfa – Haust 2021

Lesa blaðið

ATHUGIÐ – LEIÐBEININGAR

Þú hefur núna hlotið aðgang að vefútgáfu Úti, 9.tbl.  Til hamingju með það!

Til þess að geta skoðað tímaritið aftur og aftur, þá er hægt að hlaða niður pdf skjalinu.

Við mælum líka með því að afrita vefslóðina hér að ofan og geyma hana á góðum stað. Svo þú getir lesið í öðrum tækjum líka.

Þér er frjálst að deila slóðinni með þínum nánustu.  Við treystum því hins vegar að þú deilir ekki slóðinni umfram það, eða komir henni opinberlega á framfæri. Aðrir verða að kaupa sitt eintak líka. Annars förum við á hausinn!

Best er að lesa blaðið í láréttu (landscape/horizontal).

Njóttu vel!

Um Úti tímarit

Úti er tímarit um útivist, hreyfingu og áskoranir í íslenskri náttúru.  Blaðið er gefið út tvisvar á ári, að sumri og vetri.

Tilgangur blaðsins er að fjalla um alls konar tegundir útivistar, s.s. hjólreiðar, göngur, hlaup, sund, birta viðtöl við afreksfólk og hvunndagshetjur, fjalla um næringu og styrkleika, greina frá víðavangskeppnum, veita fjölbreyttar upplýsingar um búnað og græjur til útivistar og veita hin ýmsu ráð um útivist og hreyfingu.

Úti er bæði blað fyrir fólk sem er mikið úti og fyrir fólk sem vill vera meira úti.

Ritstjórar eru Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Útgáfufélagið Vertu úti ehf stendur að blaðinu. Það er í eigu ritstjóranna og Snorra Gunnarssonar ljósmyndara og umbrotsmanns.

Hafðu samband á uti@vertuuti.is.