Hájöklaferð um svissnesku alpana

21. – 29. ágúst. 7 nætur og 8 dagar

Krefjandi gönguferð og ógleymanleg lífsreynsla í stórbrotnu landslagi Alpanna.

Þetta er alvöru háfjallaferð og erfið eftir því. Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi, hafa reynslu af jöklaferðalögum, kunna að nota brodda, ísaxir og ganga í línu.

  • Alls eru gengnir um 80 km, í 2500-3500 metra hæð með uppsafnaðri hækkun um tæplega 5000 m. Hæstu tindar eru Pigne d’Arolla 3780 m og Tete Blanche 3750 m.
  • Af alls átta dögum, eru líkamlega erfiðar 8-11 klst. háfjallagöngur fjóra dagana, tveir dagar fara í þægilegar 5-6 klst. göngur og fyrsti og síðasti dagurinn í ferðalög.
  • Gengið er með allan farangur á bakinu (fyrir utan mat og svefnpoka) og gist í svefnpokaplássi í fjallaskálum allar nætur nema síðustu nóttina þegar dvalið verður í vellystingum á 4ra stjörnu lúxushóteli með spai og öllu tilheyrandi.
  • Verð 260 þúsund per mann. Flug, ferðir, gisting og mest allur matur innifalinn í verði.
Lokagreiðsla

Kostnaður og smáaletrið

Ferðin er farin í samstarfi Ferðafélags Íslands og ferðaskrifstofunnar Vertu úti.

Verð

260 þúsund per mann.

Miðað við tvo í herbergi síðustu nóttina. Mögulega örlítið extra fyrir eins manns herbergi.

Innifalið

Flug: Frá Keflavík til Genfar og til baka.

Ferðir: Akstur að upphafsstað og lestarferð frá lokastað göngu.

Matur: Kvöldverður sex daga. Morgunverður sjö daga. Nestispakkar 5 daga.

Gisting: Svefnpokagisting í fjallaskálum í sex nætur og gisting á 4ra stjörnu hóteli í eina nótt.

Fararstjórn: Undirbúningsfundur, utanumhald og leiðsögn.

Ekki innifalið

Hádegismatur í Genf fyrsta daginn.

Hádegismatur í Zmutt og kvöldmatur í Zermatt á degi sjö.

Drykkir, snakk og snarl og annað sem ekki er talið upp undir liðnum innifalið.

Gjalddagar

Greiða þarf 50 þúsund kr. staðfestingargjald sem fæst ekki endurgreitt ef þátttakandi afbókar sjálfur.

Lokagreiðslu þarf að inna af hendi í síðasta lagi sex vikum fyrir brottför.

Þátttaka

Lágmarksþátttaka er 12 manns. Hámarksþátttaka er 18 manns. Ef lágmarksþátttaka næst ekki er staðfestingargjaldið endurgreitt að fullu.