AKU Superalp NBK GTX eru frábærir alhliða útivistarskór, sérstaklega hannaðir fyrir göngugarpa. Sterkir og endingargóðir en um leið fisléttir. Sérstök áhersla er lögð á þægindi, vatnsvörn og styrk án þess að það bitni á þyngd. Í þeim eru extra góðir púðar sem veita góða dempun og höggdeyfingu á grófu undirlagi. Á skónum er Gore-Tex filma sem gerir þá fullkomlega vatnshelda. Steinvörnin á þeim nær hærra upp með síðum en gengur og gerist svo leðrið skemmist síður. Við mælum með AKU Superalp fyrir alla þá sem kjósa að ganga lengra og stefna hærra sem aldrei fyrr.
Skórnir fást í GG Sport á litlar 39.990 kr!